Mikið hefur verið rætt um flugöryggi í heiminum að undanförnu og ekki er að undra að þar sé margt breytt frá því sem að áður var.
Flug er afskaplega viðkvæmt fyrir skakkaföllum og allt sem að snýr að öryggi í flugi þáttur sem að margir fylgjast með og allir hafa skoðun á.
Í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. September 2001 þá hefur flugheimurinn ekki einhvern veginn náð sér á strik aftur. Það skýrist af nokkrum ástæðum.
Í fyrsta lagi þá er fólk beinlínis hrætt um að eitthvað slíkt geti gerst aftur þrátt fyrir aukna öryggisgæslu á flugvöllum. Þó má reyndar sjá að það dregur smátt og smátt úr þeirri hræðslu.

Smá hugleiðing

Í öðru lagi þá vegna öryggissins þá er það orðið sífellt flóknara og erfiðara að ferðast með flugvél. Sérstaklega í bandaríkjunum. Að bíða í allavega 4 klukkutíma til þess að fara í gegnum öryggistékk er bæði þreytuvaldandi og fælandi.

Það sem að er að gerast í þessu er að þessi svokölluðu lággjaldaflugfélög eru að bregðast að mínu mati rétt við þessu. Lágmarkskostnaður og mikil aðlögunarhæfni. Fljótlegt og auðvelt. Því minna sem að þarf að huga að þjónustuhlutverkinu um borð þá er hægt að einbeita sér meira að örygginu.

Einhver sagði að flugferðir væru farnar að vera eins og að taka strætó sem að mínu mati er allt í lagi. Þó að kröfurnar séu að sjálfsögðu miklu meiri til þjálfunar og menntunnar flugmanna.