Það er rétt að það eru einhverjar vélar að operata á KEF, sem hafa svipaðan aðflugshraða og Fokkerinn, en það er ekki nálægt því jafn mikil umferð á þeim og áætlun flugfélags íslands til dæmis.
Það eru reyndar margar aðrar vélar að operata á KEF en bara P3, líka t.d. smáfuglar í snertilendingum, en það vita eflaust einhverjir að það er oft ekki vinsælt að vera í snertilendingum í kringum 1600, þegar flugleiðavélarnar eru að koma inn.
Ég er ekki að segja að þetta sé ómögulegt. margir vellir í USA hafa mjög blandaða umferð, en það eru oftar vellir sem hafa tvær brautir opnar til lendinga í einu, þótt það sé ekki algilt.
IL2: Þetta eru amk flugtæknileg rök fyrir því að aðskilja flug eins og er gert í dag, innalandsumferð á REY og útl á KEF. Fokker vs. B757 í aðflugi krefst meiri aðskilnaðar en B757 vs B757. Þegar við berum saman B757 og Skyhawk, þá er aðskilnaðurinn enn meiri, og auk þess meiri hætta á wake turbulence óhöppum. Ef það er einka og kennsluflug fer ekki til KEF, þá eru rökin fyrir því að allt annað flug rúmist ekki á KEF ekki eins sterk, en eigi að síður að einhverju leiti gild rök fyrir því.
Ef áætlunarflug færi á KEF en einka annað, myndu flugfélögin eflaust slípa sína áætlun aðeins til, svo að það mynduðust síður tappar, en ef allt flug, einka og áætlunar færu á KEF, þá yrði líklega að takmarka á einhvern hátt umferð um völlinn á ákveðnum tímum. Ekki það að bönnum sé bannað að lenda, heldur kæmi það líklega nokkuð oft fyrir að menn þyrftu að hringsóla einhversstaðar þar til pláss myndaðist.
Ég gæti alveg trúað því að lítill fugl sem kæmi inn á annatíma, gæti þurft að bíða upp undir 20-40 mín eftir að komast inn, nema að sjálfsögðu að um neyðarástand væri að ræða eða eitthvað slíkt. Auk þess sem goaround og auka manouveringar stærri véla myndi aukast til muna vegna flugnema á villigötum.