Nú stendur til að Atlanta “gefi” flugsafninu á Akureyri gamla 747 sem staðsett skyldi í Eyjafirði (bara að víkka hann aðeins út).
Hvað eru menn að hugsa? Mín tilgáta er sú að forráðamenn Atlanta séu búnir að finna út að það er ódýrara að henda ruslinu norður og segja trúgjörnum Akureyringum að hér séu menningarverðmæti, en að fljúga druslunni til Arizona í niðurrif.
Vona að norðlendingar falli ekki fyrir þessu. Það mun einnig kosta milljónir á hverju ári að halda skrokknum þannig við að ekki verði hann til skammar.
Boeing 747 hefur heldur ekkert með flugsögu okkar að gera (fyrir utan nokkur sólarlanda og Kúbuflug), ekki frekar er AN-2 vélin sem svo ógæfulega var sett á safnið á Hnjóti í Örlygshöfn.