Sælir flugáhugamenn..
Fyrir ekki svo löngu síðan þá kom inn grein eða póstur á korkinn um Iceland Express og þar tjáði sig einn huganotandi um hvað hann var ekki ánægður með Iceland Express. Ég er staddur núna á Roskildevej í Kaupmannahöfn og verð ég hérna aðeins að tala um þetta flugfélag.
Sko, þessi saga hefur rætur að rekja fyrir nokkrum mánuðum en það er mál með vexti að við höfðum verið búin að plana heillengi ferð til Danmerkur í sólanum. Og ætluðum við að vera fimm daga..
Um það bil tvemur vikum áður en við áttum að fara veiktist eldri bróðir minn.. og höldum við að þetta sé flensa. Daginn eftir þá var þetta komið í hendurnar og gat hann ekki hreyft þær.
Þá fór mamma með hann upp á læknavakt og ákveða þeir að leggja hann inn.. og auðvitað greip hræðsla um mig, því að ekkert er verra en að eiga einhvern náinn að sem veikist svo.
Svo líða tveir dagar og hann kemur heim og höldum við að hann sé að braggast, ekkert gerist.. hann gubbar, gubbar og gubbar og ekkert lagast.. og hefur hann ekki étið í eina viku nema bara drukkið vatn, þannig að hann var að þorna upp og var hann laggður inn á spítala.
Síðan sjáum við stöðugar framfarir hjá honum og var núna komin vikan sem ég átti að fara til Danmerkur.. og er miðvikudagur, ég kem heim úr hádegishléi, og sé ég mömmu inn í stofu.. hágrátandi. Mér bregður hrikalega og spyr hana hvað sé að, hún segir að honum hafi versnað rosalega og að hann hafi sagt; “takk fyrir að vera góð mamma” eins og hann væri að kveðja.
Þetta er eins og þvílíkt sjokk fyrir fjöldskylduna sem var farin að trúa því að hann væri að braggast. Hann er laggður inn á gjörgæslu. Ákvað ég þá að fara ekki.
Degi eftir að flugið var farið út(sem ég fór ekki í btw) þá hringir mamma niður í Iceland Express og spyr kurteisilega hvort skólinn minn hefði pantað forfallatryggingu á miðana, en svo var ekki. En mamma segir þeim söguna, og segir ung stúlkan í síman; “heyrðu.. gefðu mér númerið þitt, og ég skal hringja í þig eftir kortér.. ég ætla að athuga þetta, en yfirleitt getum við ekkert gert”.. 10 mínútur líða og hringir hún og segir að mér veðri sent gjafabréf, sem mér finnst by the way mjög fallega gert, annars hefðu peningarnir verið glataðir.
Síðan um daginn ákvað ég að hoppa út og heimsækja annan bróður minn (hinn er kominn í lag;) og ákveð ég að nota þetta gjafabréf.
Ég fer út fimmtudaginn 6 júní og á að mæta upp í Leifstöð klukkan 6 um morguninn. Flugvélin fór á stað klukkan hálf átta.
Flugvélin var snyrtileg, ágætlega þægileg, þægilegt flug.. og góð þjónusta. Og fyrst og fremst fannst mér það stórmannlegt af þeim að gefa mér þetta gjafabréf. Mér finnst þetta frábært flugfélag og mæli ég tvímælalaust með því að fólk fari með þessu flugfélagi, sem er einmitt að mun lægra verði en Icelandair oftast.
Flugið heppnaðist stórkostlega, lítill hristingur, gott flugtak, góð lending og er ég mjög sáttur.
Iceland Express fær 8 stjörnur af 10 mögulegum, og ætla ég aðeins að skrifa um heimferðina.
Kveðja,
Fixe