'A hverjum degi versnar staða flugmanna á Islandi. Hvers vegna? Það er tilkomið vegna gengdarlausrar skirteinisutgáfu íslenskra loftferðaeftirlitsins til handa erlendum flugmönnum er hyggjast starfa við íslensk flugfélög þá helst Air Atlanta.
ÞETTA SNERTIR ISLENSKA FLUGMENN BEINT OG A EFTIRFARANDI HATT? Þetta gerir stéttarfélögum flugmanna (ss. FFF & FIA) erfitt fyrir að semja um betri kjör því loftferðaeftirlitið opnar fyrir flóðgáttir erlends vinnuafls með þeim afleiðingum að samningstaða íslenskra flugmanna snar versnar þar sem flugfélögin geta beitt því fyrir sig að erlent vinnuafl sé mun ódýrara. Fari fram sem heldur munu stéttarfélög amk sumra flugmanna leggjast af á endanum. Annað dæmi sem hittir flugmenn illa fyrir og í þessu tilfelli þá sem minnst mega sín er að á sama tíma og flugnemar hafa borgað það sem ég vill kalla offjár í flugmenntun (4-6 milljónir) á íslandi, opnar loftferðaeftirlitið dyrnar fyrir útlendingum, sumum með tegundarárittunum á flugvélar. Ur því verður að flugfélögin setja þær kröfur á þessa nýútskrifuðu íslensku flugmenn að þeir borgi þjálfunina sína sjálfir þar bætast 2,5 til 3 milljónir við) til að fá að starfa fyrir fyrirtækið.
Þessi þróun er mjög svo af hinu slæma og ótrúlegt hvernig skírteinisútgáfa íslenskra loftferðaeftirlitsins hafa verið óafskiptar á sama tíma og þær þýða aukið atvinnuleysi og verri kjör fyrir íslenska flugmenn. Það er ekki svo gaman að fljúga þotu ( ja, kannski MIG 28) að menn eigi að gera það frítt, hvað þá að borga með því. Það er skelfilegt reiknisdæmi að leggja saman kostnað nýráðinna flugmanna til AA við þau laun og lífskjör sem bíða þeirra á ACE (ath! og versnar enn eftir skatta).
Eg veit af eigin reynslu að útlendingar sem hafa dottið í skírteinislukkupottinn á Islandi, hlægja að okkur. Spurjirðu þá hvort við Islendingar getum gert hið sama, farið til annars lands (td. USA og Canada) og fengið útgefið skirteini og þar með atvinnuleyfi í viðkomandi landi (eins og þetta virkar í okkar ágæta landi), þá er svarið “DREAM ON”.