Hinn ágæti Fresca sendi mér tóninn hér á undan og auðvitað finn ég mig knúinn til andsvara.
Vonandi öðlast blessaður drengurinn einhverntíma skilning á orðinu ofbeldi. Ofbeldi er m.a. hægt að beita í nafni heillar þjóðar gegn minnihlutahópum líkt og ótal dæmi í mannkynssögunni lýsa. Flestir grófustu ofbeldisverknaðir sem framdir eru, eru oftast framdir í nafni stjórnvalda ríkja gegn íbúm annarra ríkja og mjög oft gegn sínum eigin borgurum. Slík ríki eigum við ekki að taka okkur til fyrirmyndar. Því var þessi framkvæmd sem var framin í nafni samgönguyfirvalda þvert á vilja Reykjavíkurborgar ekkert annað en ofbeldi.
Samgönguyfirvöld eru heldur ekki stjórnvöld þjóðarinnar allarar eins og Fresca heldur fram, heldur aðeins stjórnvöld samgöngumála þjóðarinnar sem á að starfa í samvinnu við lýðræðislega kjörin yfirvöld á hverjum stað. Reyndar má jafnvel halda því fram að þau séu aðeins stjórnvöld lansbyggðarinnar, m.v. hversu gróflega þau hafa hunsað þarfir fyrir samgönguúrbætur hér á suðvesturhorninu, þar sem þó býr meirihluti þjóðarinnar. En eins og ég hef áður nefnt í þessum umræðum, þá hafa alltaf valist þar til forystu landsbyggðarþingmenn, sem er eingöngu umhugað um sitt eigið kjördæmi og svo hvernig þeir geti komist sem fyrirhafnarminnst frá flugvellinum, niður á þing.
Fulltrúalýðræði fellst m.a. í því að taka þarf tillit til skoðanna allra og finna hinn gullna meðalveg og málamiðlanir sem, sem flestir geta sætt sig við. Í þeim ríkjum þar sem vilji hins hreina meirihluta ríkir eingöngu án þess að tillit sé tekið til skoðana annarra er einræði. Hvort sem það er byggt á ákvörðunum eins stjórnmálaflokks eða eins manns. (sem er versta mynd slíks stjórnarfyrirkomulags) Fulltrúalýðræði felst því m.a. í því að sem flestir hópar þjóðfélagsins eigi sinn fulltrúa á “ákvarðanatökusamkomum” og á raddir þeirra sé hlustað. Samgönguyfirvöld hunsuðu vilja Reykvíkinga og því kallast það ofbeldi.
Enginn getur þrætt fyrir það, að meirihluti kjósenda í flugvallarkosningunni kaus á móti flugvellinum. Þrátt fyrir að aðeins 15% borgarbúa hafi tekið einarða afstöðu gegn flugvellinum í þessum kosningum, þá má líka minna á að færri tóku afstöðu með flugvellinum. Við vitum öll líka að það voru náttúrulega þeir sem vildu eða vildu ekki flugvöllinn áfram, sem fjölmenntu á kjörstað. Ég held meira að segja að áróðurinn til fylgismanna flugvallarins hafi verið meiri, því þeir höfðu áróðursmaskínu samgögnuráðherra og hans fylgisveina á bak við sig en aftur á móti var borgarstjórn klofinn í afstöðu sinni. Svo má náttúrulega líka minna á það, að flugvallarvinir, hvöttu margir hverjir kjósendur til að taka ekki þátt í kosningunni og með því eyðilöggðu þeir sinn eigin málstað á einstaklega heimskulegan hátt og lítilsvirtu lýðræðið um leið. M.t. tilliti til tals um “ofbeldi” samgönguyfirvalda má m.a. minna á að þau yfirvöld áttu ekkert að segja um þessa kosningu, því hún heyrði ekki undir þeirra lögsögu. M.a. annars birti samgögnuráðherra áberandi auglýsingar til að kynna málstað flugvallarvina á kostnað skattgreiðenda á meðan Reykjavíkurborg reyndi að kynna kosninguna á eins hlutlausan hátt og hægt var, meða annars með því að kynna hugmyndir beggja fylkinga í kynningarefni sínu fyrir kosninguna. Samt unnum við talsmenn fyrir flutningi flugvallarins ómetanlegan sigur í kosningunni og sýndum fram á að lýðræðislega þenkjandi fólk lætur ekki vaða yfir sig á skítugum skónum.
Samgönguyfirvöllum kom þessi kosning okkar Reykvíkinga ekkert við, því með ákvörðunum sínum gengu þau þvert á vilja borgarbúa, sem þó hafa skipulagsréttinn í sinni eigin borg.
Jafnframt vil ég svo beina orðum mínum til mr. Fresca um að það sé aldrei neitt skondið við ofbeldi. Ég vona svo að maðurinn afli sér grunnþekkingar á því hvað felst í muninum á lýðræði og einræði og kynni sér að auki grunnuppbyggingu stjórnkerfis okkar og læri m.a. að þekkja muninn á ríkisstjórn og sveitastjórnum.
Ég verð víst að svara.
Nr.1: Ég sagði aldrei að ofbeldi væri skondið. Ég sagð að það væri skondið að menn ef að menn eru ekki sammála því sem gert er er það kallað ofbeldi. Ekki það sama. Það er ekkert fyndið við ofbeldi. En að kalla grænt rautt finnst mér fyndið.
Nr.2: Spanni segir:“Fulltrúalýðræði fellst m.a. í því að taka þarf tillit til skoðanna allra og finna hinn gullna meðalveg og málamiðlanir sem, sem flestir geta sætt sig við”
Það er ekki skilgreiningin á fulltrúalýðræði. Fulltrúalýðræði er þegar við borgarar kjósum okkur fulltrúa til að fara með okkar mál á milli kosninga. Það sem okkar fulltrúi gerir er í nafni okkar. Hins vegar er það rétt hjá þér að það er skynsamlegt að taka tillit til skoðanna allra, en það er engin krafa.
Ennfremur segir spanni: “Í þeim ríkjum þar sem vilji hins hreina meirihluta ríkir eingöngu án þess að tillit sé tekið til skoðana annarra er einræði.”
Þetta er einfaldlega rangt, ef borgarar kjósa um mál beint og meirihlutinn ræður, er það ekki einræði heldur er það “beint lýðræði” sbr. Sviss.
Einræði er þegar einn maður fer með öll völd og tekur ákvarðanir af eigin geðþótta (gætur gerið fleiri en einn svo sem, t.d herstjórnir eða slíkt.) Í einræði hefur meirihlutinn ekkert að segja um gjörðir stjórnvalda, frekar en minnihlutinn.
Nr.3: Ekki veit ég betur en að Reykjavíkurflugvöllur sé á aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2016 (meira að segja var hann á skipulagi til 2024 þar til fyrir skemmstu). Samgönguyfirvöld (sem er hluti af ríkistjórn þessa lands) hafa unnið eftir því skipulagi, sem Reykjavík sjálf dró upp og fór því út í umbætur á flugvellinum. Ég veit ekki til þess að Reykjavíkurflugvöllur sé þar í óþökk neins skipulags.
Því passar fullyrðing þín “Samgönguyfirvöllum kom þessi kosning okkar Reykvíkinga ekkert við, því með ákvörðunum sínum gengu þau þvert á vilja borgarbúa, sem þó hafa skipulagsréttinn í sinni eigin borg.” engan vegin.
Og því spyr ég náðarsamlegast: “Hvert er ofbeldið sem samgönguyfirvöld hafa beitt?”
Með virðingu
Fresca
0