Enn og aftur finn ég mig knúinn til andsvara vegna undarlegra athugasemda sumra sk. “flugvallarvina”. Sumir úr þeim hópi telja mig hafa lítið vit á flugi. En ætli að mér sé ekki óhætt að “hlutfallsleg” þekking mín á flugi sé margföld á við þekkingu þeirru á skipulagsmálum.? Ég hef ekki haldið því fram að enginn flugvöllur eigi að vera í nágrenni borgarinnar, heldur þvert á móti reynt að vekja menn til umhugsunar um nýjar staðsetningar. Ýmsir hér virðast halda það að allt flug myndi lognast út af á íslandi bara við það að flugvellinum yrði fundinn nýr staður. Flugi er hægt að velja nýjan stað eins og annarri atvinnustarfsemi. Ekki eru langt síðan allir vöruflutningar fluttust frá gömlu Reykjavíkurhöfninni niður í Sund, öllum að skaðlausu. Ef starfsgreinin stendur svona tæpt, þá held ég að menn þurfi að íhuga aðra og brýnni veikleika hennar en staðsetninguna, líkt og virðist hrjá flugið. Þó heyrast hér skynsemisraddir innan um, sem gera sér grein fyrir því að flugið muni halda áfram að þjóna sínu hlutverki, þó svo að því yrði fundin nýr staður.
Stórsnillingurinn Helico heldur því t.d. fram að þétt byggð sé ástæða glæpa og því sé það hreint glapræði með tilliti til löggæslu að byggja í Vatnsmýrinni. Hér er talað af mikilli fávísi af aðila sem ráðleggur samt öðrum að tjá sig ekki um málefni sem hann telur þá ekki hafa vit á. Samkvæmt þessu ætti með öllum ræðaum að koma í veg fyrir myndun borga og þéttra sambýla manna. Einnig er hann ámóta lýðræðislega þenkjandi eins og vinur hans Socata, sem álíta að aðeins þeir sem eru nákvæmlega sömu skoðun og þeir eigi að fá að tjá sig. Ahhh….!!! Dæmir svona hugsanaháttur hjá þeim sig ekki sjálfur? Ef þeir vilja ekki að aðrir blandi sér ekki með aðrar skoðanir en þeim eru þóknanlegar í umræðurnar, ráðlegg ég þeim eindregið að halda sig frá miðlum eins og þessum heldur að hittast einslega yfir kaffibolla og ræða málin. En hér eru þeir á vitlausum stað, ef aðrar skoðanir en þeirra meiga ekki heyrast. Undirritaður tekur það skýrt fram að hann er ekki hér til að hleypa upp umræðunni hjá samhuga flugvallarvinum, heldur mætir hér inn sem virkur þátttakandi í umræðu, sem fer fram á miðli sem er öllum opinn, hvort sem sumum líkar betur eða verr. Sem betur fer eru hugmyndir um ritskoðun og höft á tjáningarfrelsi hverfandi í dag, en þó má eins og hér hefur komið fram, enn til raddir sem vilja halda í slík höft, sérstaklega þegar umræðan og skynsemisrök snúast gegn þeim er umræðuna hófu.
Hluti af skipulagsþætti umræðunnar er, hversu mikil íbúðabyggð fylgi flugvallasvæðum. Þá langar mig til að spyrja á móti, hversu miklu mikið rými tli að skapist til annars atvinnurekstrar, sem jafnframt krefðist fleirri starfa, og þar af leiðandi enn fleirri íbúa en núverandi starfsemi á flugvallarsvæðinu gerir í dag. Á það má líka benda, að ýmis vinnuaflsfrek starfsemi sem fram fer á svæðinu í dag þyrfti ekki að flytjast með flugvellinum. Dettur mér þar fyrst af öllu í hug flugstjórnarmiðstöðin, skrifstofur Icelandair svo eitthvad sé nefnt. Ég á allavega bágt með að trúa að þessi starfsemi krefjist “andrúmslofts” flugvalla til að hægt sé að vinna þau ágætu störf sem þar eru unnin.
Hér hafa verið nefndir nokkrir flugvellir í nágrenni við þétta byggð og allt gott með það. En hafa verður í huga að þegar skoðuð eru kort af viðkomandi borgum, má glögglega sjá að þeir flugvellir eru settir niður á stöðum þar sem þeir kljúfa ekki byggðina líkt og Reykjavíkurflugvöllur gerir í dag. Auðvitað eru líka til flugvellir sem eru umluktir þettum borgum líkt og LaGuardia í New York enda tel ég að þar, fremur en hér sé ekki grenjandi hamingja yfir staðsetnu hans í dag, auk þess sem sá flugvöllur liggjur nú mun fjær öllum helsu meginmannvirkjum borgarinnar m.v. Reykjavíkurflugvöll. Eins og áður hefur komið fram er núverandi staðsetning flugvallarins byggð á ákvörðun og rannsóknum sem fram fóru fyrir meira en 60 árum. Síðan þá hafa allar forsendur gjörbreyst. Hvernig væri samgöngumálum okkar háttað í dag, ef öll mannvirki væru staðsett, byggð og rekin á sömu forsendum og var fyrir 60-70 árum? Því þarf að taka ákvörðun um framtíð flugvallarins miðað við nýjar forsendur og breytta tíma. Ýmsar af þeim hugmyndum sem hér hafa komið fram um endurbætur á núverandi flugvelli, hafa ekki verið framkvæmdar, þó svo að gullin tækifæri hafi komið til að framkvæma þar. Ég spyr t.d. hvers vegna var ekki farið í að lengja V-A flugbrautina þegar endurbæturnar voru unnar á flugvellinum hér fyrir 2-4 árum? (Hugmyndin var nefnd í Borgarstjórn mörgum árum fyrr.) Ein helsta meinsemdin í því hvers vegna svona lítið raunhæft hefur verið gert í “jákvæðri uppbyggingu” flugvallarins er sú staðreynd að í embætti samgönguráðherra og formanns samgöngunefndar Alþingis hafa alltaf setið landsbyggðarþingmenn, sem hefur verið umhugað um að geta helst gengið á inniskónum frá flugafgreiðslunni niður á þing. (þó efast ég um að nokkur þeirra hafi lagt slíkt þrekvirki á sig)
Ein af rökum flugvallarvina eru að Vatnsmýrin sé að mestu í eigu ríkisins. Allt gott með það, en jafnframt vil ég minna þá “skipulagsfróðu” menn á að Reykjavíkurborg skipuleggur svæðið og tekur framtíðarákvarðanir um nýtingu þess. Ríkið tekur ekki slíkar ákvarðanir innan borgarmarka Reykjavíkur fremur en í öðrum sveitafélögum. Jafnframt má leggja til að þeir fjármunir sem losnuðu við sölu ríkislóðanna við betri nýtingu svæðisins, gætu fjármagnað framkvæmdir við nýjan flugvöll að töluverðu leiti. (En ef samgönguyfirvöld eru sjálfum sér lík, yrðu þeir fjármunir notaðir til að bora ný göng á eh staði, þangað sem enginn vill fara hvort sem er) Það er sem sagt ekki allt slæmt við það fyrir flugháhugamenn að flugvöllurinn yrði fluttur. Að auki myndu þeir losna við nöldrið í okkur hinum sem viljum völlinn burt. Allir yrðu sáttir að lokum og það sem mikilvægast er “Að öll dýrin í skóginum yrðu vinir” :o)