Þvílík rjómablíða í gær og í dag. Í gær eftir skóla skellti ég mér niður á flugvöll og tók smá hring. Þvílíkt gaman eins og venjulega, en ég fékk bara PPL síðasta sumar en er bara búinn að fljúga á svona 2 mánaða fresti.
Þegar ég lenti í gær, var búinn að fljúga FTI sem er nattúrulega lúxus rella, sá ég að þeir voru búnir að sprauta Uglunna í litum Íslandsflugs!!! Og ekki nóg með það þá er búið að skipta um stafi og heitir uglan núna TF-FTP!
Ég get allaveganna sagt fyrir mitt leiti að ég á eftir að sakna þess að segja á rampinum hvað uglan sé frábær. Uglan var fyrsti Skyhawkinn sem ég flaug og var rosalega gaman að lenda henni í fyrsta skipti, þrátt fyrir að hún hafi skoppað svona 4 sinnum!
En þrátt fyrir þennan söknuð finnst mér þetta rosalega flott að fljúga undir merkjum Icelandair, Atlanta eða Íslandsflugs. Ætli Brittish Airways kaupi auglýsingu næst?