Jæja nú er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að gefa út að þeir vilja tryggja veru Reykjavíkurflugvalla, er þá ekki alveg á hreinu hvað flug/huga menn ætla að kjósa. Það jafnframt alveg á hreinu að ef Ingibjörg Sólrún kemst hér til valda þá verðum við að flytja með rellurnar okkar eitthvað annað og það viljum við auðvitað ekki.

kv. himnahaukurinn / Skyhawk

Þessi grein hér f. neðan var coperuð af www.xd.is

Flugsamgöngur

Öruggar og reglulegar flugsamgöngur eru stór þáttur í að tryggja búsetu um land allt. Ljóst er að hagur flugfélaga í innanlandsflugi hefur batnað í kjölfar endurskipulagningar og útboða hins opinbera á sjúkraflugi og flugi til jaðarbyggða. Einnig hefur mikið áunnist í endurbótum á flugvöllum og öryggi þeirra.

Stærsta einstaka framkvæmdin undanfarin ár er endurbygging Reykjavíkurflugvallar sem lauk sl. haust. Reykjavíkurflugvöllur er nú í fremstu röð flugvalla um öryggi. Mikilvægt er að hlutverk hans sem miðstöð innanlandsflugs á Íslandi verði tryggt.

Reglulegt millilandaflug er ein af forsendum alþjóðavæðingar og framleiðniaukningar íslensks atvinnulífs. Leggja þarf áherslu á að haldið verði áfram að byggja upp aðstöðu fyrir millilandaflug á Keflavíkurflugvelli, sem og á Egilsstöðum og Akureyri.