Ný flugvél í flotann. Ný flugvél í flotann.

Svifflugfélagið hefur fest kaup á nýlegri mótorsvifflugu (touring
motor glider)
og er hún væntanleg með B757 cargovél Flugleiða
föstudaginn 4. apríl.
Þetta verður ein yngsta flugvél flotans árgerð 2000, flogin um
50 tíma.
Tegundin er Super Dimona HK36TTC Xtreme sjá nánar á
heimasíðu http://www.diamond-air.at en þeir framleiða ýmsar
aðrar flugvélar.

Þessi flugvél sem er tveggja sæta er bæði vélfluga og
sviffluga. Reyndar mjög góð vélfluga og sæmileg sviffluga. Þá
getur hún m.a dregið aðrar svifflugur í loftið.

Tæknilegar upplýsingar.
Vænghaf 16,3m þyngd 557 kg.
Svifhorn 1:28 fallhraði 1,15 m/sek
Motor Rodax 914 turbo 115 hk.
Skrúfa með stillanlegum skurði
Farflugshraði 210 km/klst
Verð 110.000USD

Með þessum kaupum eykst fjölbreyttni í flugflota
Svifflugfélagisns.
Hún verður notuð til þjálfunar og kennslu og lánuð út til
félagsmanna á innan við 5000 kr./t. Menn verða að hafa
a.m.k. sóló í svifflugi til að fá tékk á hana.