Sælir
Nú er verið að ræða samgönguáætlun á Alþingi. Það er gott að setja þessi mál í fast horf, og sú áætlun sem þeir hafa verið að talaum hefur verið ágæt, með 61 skilgreindum flugvelli og áætlanir um endurbygginug á pýramídum og lagfæringar á malarvöllum (þó ekki fyrr en 2007-2008). Stærsta atriðið var þó að áætlaðar voru 277 milljónir í æfingarflugvöll í nágrenni Reykjvíkur. Nú á milli umræðna skýtur samgöngunefnd inn breytingartillögu dauðans frá Flugráði:
Á 88. fundi flugráðs var afgreidd umsögn ráðsins um flutning snertilendinga í æfinga- og kennsluflugi á Reykjavíkurflugvelli. Þar leggur flugráð eftirfarandi til: „Í stað þess að byggja sérstakan flugvöll til þess að taka við snertilendingum eigi að leita leiða til þess að koma þessum æfingum fyrir á Keflavíkurflugvelli annars vegar og hins vegar verði hluta af þeim fjármunum sem fyrirhugað er að verja í æfingarflugvöll varið í að endurbæta Sandskeiðsflugvöll þannig að hann nýtist æfinga- og kennsluflugi til snerti lendinga.
Í samræmi við þetta leggur meiri hlutinn til að hætt verði við byggingu sérstaks æfingarflugvallar. Þó er gert ráð fyrir að heimilað verði að endurbæta æfingarflugvelli í nágrenni Reykjavíkur, einkum á Sandskeiði, þannig að á árinu 2003 verði framlag á liðnum 2.1 „Aðrir flugvellir utan grunnnets“ 14 millj. kr. í stað 73 millj. kr. Á árinu 2004 lækki framlag úr 65 millj. kr. í 6 millj. kr. til æfingarflugvalla í nágrenni Reykja víkur. Samtals verði því framlag til flugvalla utan grunnnets 9,2 millj. kr. árið 2004. Á árunum 2005 og 2006 er lagt til að ekkert framlag verði á þessum lið. Samsvarandi breytist liður 2.2.2.3 „Æfingarflugvöllur“ þannig að í stað 73 millj. kr. árið 2003 komi 14 millj. kr. og í stað 65 millj. kr. árið 2004 komi 6,1 millj. kr. Árin 2005 og 2006 verði ekkert framlag á þessum lið.
Hér er meira um málið:
http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=12 8&mnr=563
Þarna er semsagt verið að taka 250 milljónir frá kennslu og einkaflugi, án þess að setja neitt í staðinn. Ekki er einu sinni útlit fyrir uppbyggingu á Selfossi eða Borgarnesi, og framtíð Selfossflugvallar í lausu lofti. FÍE fékk þessar hugmyndir aldrei til umsagnar, heldur er þetta eitthvað sem Flugráð kemur með úr heiðskíru lofti.
Ein af ástæðunum fyri því að þetta gerist er að Einkaflugmenn (eða Sportflugmenn) hafa ekki talað einni röddu, og staðið á bak við eina hugmynd um framtíð einka- og kennsluflugs. Stjórn FÍE er að reyna að setja sig í samband við FMS og Samgöngunefnd, til að ræða þessi mál.
Það liggur fyrir að það skiptir okkur gríðarlegu máli að halda þeim flugvöllum sem hafa verið byggðir upp út um allt land, og það skiptir mikilu máli að fá fastan punkt sem miðstöð einkaflugs, hvort sem það verður á BIRK eða einhvers staðar í nágrenninu.
Með kveðju,
Kristbjörn