Hér fyrir neðan eru tvær spurningar sem sendar voru nýjum borgarstjóra á www.visir.is Jú nýr borgarstjóri hefur sömu skoðun á flugvellinum og sá fyrri, þannig að ef Samfylkingin kæmist í meirihluta á Alþingi þá er á hreinu að við þurfum að finna okkur annan samastað.
Finnst þér að flugvöllurinn ætti að fara ?
Hann fer nú ekki langt næsta áratuginn því nýlega hafa endurbætur farið fram við hann sem miða að áframhaldandi notkun hans í a.m.k. áratug. Ég er hins vegar á þeirri skoðun að hann sé að nokkru leyti barn síns tíma. Með bættum vegasamgöngum höfum við séð að flug hefur lagst niður á flesta fyrrum áfangastaði innanlandsflugs. E.t.v. sjáum við eftir 10 ár eða svo einhverja skynsamari landnotkun í Vatnsmýrinni heldur en að viðhalda flugbrautum, sem þá verða kannski notaðar tvisvar til þrisvar á dag fyrir áætlunarflug? Ég veit það ekki.
Hvaða skoðun hefur þú á Reykjavíkurflugvelli og þeim einkaflugmönnum sem þaðan stunda áhugamál sitt? Nú erum við með miklar fjárfestingar í flugskýlum o.fl. þarna og þykir auðvitað best að stunda okkar áhugamál frá höfuðborginni.
Ég hef talið Reykjavíkurflugvöll barn síns tíma. Hér áður hef ég svarað spurningu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Ég held því miður að einkaflugmenn verði að fylgjast með tíðarandanum, eins og allir aðrir og íhuga það alvarlega, hvort ekki sé betra að flytja starfsemi sína til Keflavíkur. Nú þekki ég ekki ykkar mál en vona að þið skoðið þau af skynsemi
kv. Skyhawk.