Heyr heyr Skyhawk. Annars verð ég að segja að mig grunar að menn átti sig ekki alveg á því hvað flugsagan okkar er mikil og mögnuð. Það er nefnilega alveg pláss fyrir tvö stór söfn. Eitt á Akureyri, annað í Reykjavík og svo má ekki gleyma samgönguminjasafninu að Hnjóti. Það er nefnilega samgönguminjasafn, en ekki endilega aðeins flugsafn. Sorglegast finnst mér samt dugleysi Flugsögufélags Íslands. Ég veit að sumir þeirra lesa þessar línur. Ég er mikill stuðningsmaður þess félagsskapar en mér finnst hann bara ekki standa sig sem skyldi, menn virðast frekar vera uppteknir af eigin verkefnum, sem og nokkrum “flugsögulegum” flugvélum en almannatengslamál, kynningar og auglýsingar til að koma málstaðnum á framfæri eru ekki til. T.d. með sérstökum sýningum á hlutum í einhverjum sal í Reykjavík með hjálp styrktaraðila. Hvað með alla skólakrakkana? Eftir því sem ég heyri á kennurum þá yrðu þeir manna ánægðastir ef einhver býðst til að taka á móti nemendum til að fræða þau, þó ekki sé “nema” til að læra eitthvað um flugsöguna. Það finnst mér verst hvað lítið er gert af þessu. Einu afsakanirnar sem maður fær svo að heyra eru, “nú komdu þá í félagið og gerðu eitthvað”. Þá spyr maður sig, til hvers eru menn í þessu félagi ef ekkert er gert til að láta það vaxa og dafna? Hvað finnst ykkur? Sjálfur hef ég mikinn áhuga á þessu, en get hreinlega ekki bætt við mig hvað þetta varðar, sem er líka leiðinlegt.