Netflug
Sælir…
Fyrir nokkrum dögum sendi ég inn könnum um netflug. Og þar kom fram að um 16% “kunnu ekki að connecta sig” við netið. 35% sögðu “Nei”, 16% sögðu “Nei, en mig langar”. Og um 32% sögðu Já. ÞAÐ sem mér fannst koma fram í könnunni minni er að það er áhuga fyrir þessu, allavega finnst mér það. “Netflugheimurinn” hér á íslandi er sífellt að stækka, og fleiri og fleiri eru að koma inn. Þegar ég byrjaði vöru færri en 5 “Flugumferðarstjórar” en nú í dag er það að nálgast 10-15. Það er einnig að koma nýir flugmenn á netið í hverjum mánuði. Það er því grundvöllur fyrir þessu hér á landi. Mér finnst að hugi.is ætti að hjálpa okkur þeim sem hafa mestan áhuga á netflugi.Þeir myndu hjálpa okkur þá að hafa einhvern “kork” fyrir umræður um netflug. Og hafa þá einn dálk um hvernig á að “connecta sig” við netflugsheiminn, svona einhverja kennslu. Þetta finnst mér tilvalið hér á þessum vef, www.hugi.is/flug því að hér sækja; flugmenn, nemendur og áhuga menn um flug, sem hafa áhuga á að prufa og læra. Því að Netflugið er ekki bara leikur, heldur er hann ein stór kennsla (allavega í mínum augum), menn geta lært fjarskipti betur svo dæmi séu nefnd.
Ég ætla nú að hætta áður en einhver sofnar. :)
Kveðja,
Sbg