Jæja hugaflugs fólk þá er flugárið 2002 að brenna upp.
Af því tilefni langar mig aðeins að ræða um hvað það var sem stóð upp úr á þessu ári í sportflugi á Íslandi.

Nefna má að nokkrar vélar bættust í flota landsmanna T.D vélarnar TF-AIR Socata TB10 sem er líklega yngsta fjölda framleidda einshreyfils einkaflugvél á Íslandi, BCX Yak 52 og svo má nú ekki gleyma heimasmíðaðri flugvél TF-ART sem var flogið í sumar í fyrsta sinn, JFP heimasmíð og algerlega íslensk hönnun var gangsett og taxerað fyrir eigin vélarafli um fluggarða.

Þrjár íslenskar flugvélar sýndar á Oshkosh
Í einhverji mestu landkynningu sem sögur fara af í tengslum við íslenskt sport flug, þar sem meðal annars FLUGVÉL af gerðinni Piper Cub J-3, með einkennisstafina TF-CUP, í eigu Einars Páls Einarssonar flugvélasmiðs, hlaut sérstaka viðurkenningu.

Og ekki má gleima því er hin heimsfræga listflugkona Patty Wagstaff kom og heimsótti okkur undir lok ársins.

Nokkur minnistæð hópflug voru farinn, meðal annars eitt þar sem málmþreyta var að trufla eina vélina en vegna þrautþjálfaðra íslenska flugmanna var það ekki stórt vandamál.

Hér hef ég stiklað á stóru og það hefur nú ekki verið nefnt nema brot af því markverða sem geriðst á árinu.

Hvað finnst ykkur standa upp úr á þessu ári?

socata