Miðvikudaginn 11. desember 2002 var aðalfundur FÍE fyrir árið
2002 haldinn. Þessi fundur hefði að öllu eðlilegu átt að vera í
vor, þar sem fyrri stjórn var kosin vorið 2001 og hafði því setið í
hátt í tvö ár.
Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf en engar
lagabreytingartillögur lágu fyrir fundinum. Stutt og laggóð
skýrsla stjórnar og reikningar félagsins voru samþykkt án
athugasemda.
Ný stjórn var kosin án mótframboða.
Formaður: Kristbjörn Gunnarsson (Geirfugl)
Stjórnarmenn:
Guðmundur Hjaltason (TF-VHH)
Helgi Kristjánsson (Geirfugl)
Hjalti Geir Guðmundsson
Þóroddur Sverrisson (TF-TAL)
Varamenn:
Tyrfingur Þorseinsson (TF-EGD)
Ottó Tynes (Þytur)
Þórarinn Hjaltason (Geirfugl)
Nýkjörin stjórn gaf það út að stefnt yrði að öðrum aðalfundi
snemma á næsta ári. Hugmyndin er að nota næstu vikur og
mánuði í hugmyndavinnu og stefnumótun. Okkur langar að
leggja fram lagabreytingartillögur á næsta aðalfundi sem
skilgreina betur markmið og stefnu félagsins, fyrir hverja það
er og hvað við ætlum að gera.
Ákvörðun félagsgjalda var síðasta málið sem var afgreitt á
fundinum, og það eina sem fékk einhverja umræðu. Ákveðið
var að hafa það 2.500 kr. fyrir árið 2002, enda hefði starfsemin
ekki verið of glæsileg. Næsti aðalfundur ákveður síðan hvað
gert verður árið 2003.
Að lokum voru fluttar frægðarsögur undir liðnum önnnur mál.
************************************************* *******
Til umhugsunar.
Á fundinum voru innan við 20 félagar. Árið 2001 greiddu
rúmlega 60 manns árgjald. Í árslok 2001 voru hins vegar
tæplega 600 einkaflugmannskírteini í gildi og rúmlega 600
atvinnuflugmannsskírteini. Ef að þetta félag á að standa undir
nafni sem Félag Íslenskra Einkaflugmanna vil ég fá meira en
5% af íslenskum flugmönnum í félagið. það verður síðan
verkefni næstu mánaða að finna leið til að framkvæma það.
Hafa Hugarar skoðun á málinu ? Eruð þið félagar í FÍE ? Af
hverju ekki ? Hvert á að vera hlutverk FÍE ? Hvað þarf að
breytast til að þið sjáið ástæðu til að ganga í félagið ? Á að
leggja þetta apparat niður ?
með kveðju,
Kristbjörn Gunnarsson - formaðu