Jæja þá er loksins að koma að því, nýr alvöru flughermir á Íslandi. Hermirinn er samþykktur af JAA sem MCC þjálfi og svipar til King Air 200. Einnig er hægt að breyta honum í PA-44 Seminole. Hermirinn verður staðsettur í græna bragganum við Flugvallarveg sem áður hýsti öryggisþjálfa Flugleiða. Áætlaður kostnaður við herminn er um 50 milljónir og fær Flugskóli Íslands styrk úr ríkissjóði á næstu 5 árum til kaupanna. Allir eiga að hafa jafnan aðgang að tækinu hvort sem þeir eru úr FÍ eða frá öðrum flugskóla. Allir fá sama verð og skiptir engu hvar viðkomandi er að læra.
Hermirinn er frá AlSim í Frakklandi og heitir AlSim 200 MCC. (Sjá nánar á www.alsim.com)
Er þetta bara ekki hið besta mál?