Afsakid, smá copy/paste
tekid af mbl.is
Áætlunarflug milli Bíldudals og Ísafjarðar hefst 1. desember. Flogið verður þrisvar í viku svo lengi sem einhver farþegi eða einhver vara bíður flutnings milli staðanna. Flogið verður frá Ísafirði klukkan 10 að morgni alla þriðjudaga og fimmtudaga og til baka frá Hvassnesflugvelli við Arnarfjörð korter fyrir 11. Á föstudögum verður flogið frá Ísafirði korter fyrir tólf á hádegi og lagt af stað til baka laust fyrir klukkan hálf eitt.
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verður í einstaka tilfellum mögulegt að hnika til brottfarartíma, en semja þarf fyrirfram um slíkt við Finnbjörn Bjarnason, afgreiðslumann Íslandsflugs á Bíldudal.
Flugfélagið Jórvík sér um flug milli staðanna. Félagið er undirverktaki Íslandsflugs sem gert hefur samning um sjúkra- og áætlunarflug við íslenska ríkið. Í þessar ferðir verða notaðar vélar af gerðunum Cessna 402 og Cessna 404