Gagnkvæm viðurkenning réttinda innanJAA landa.
Kæru Huga-pennar.
Ég ákvað að senda þessa grein inn vegna þess að ég fékk þær upplýsingar fyrir stuttu að skírteini flugmanna gefnum út, í einu aðildarríki JAA, samkvæmt JAR-FCL væru ekki viðurkennd af öðrum JAA löndum.
Í þessu tilfelli er ég að tala um skírteini þyrluflugmanna gefin út samkvæmt JAR-FCL2.
Ég las á heimasíðu flugskóla eins í Bretlandi að JAA CPL(H) skírteini gefin út í Bretlandi væru aðeins gild þar í landi og handhafar þeirra mættu aðeins fljúga Breskt skráðum vélum. Það væri svo undir hverju hinna JAA landanna að viðurkenna þessi skírteini til starfsréttinda í vélum skráðum í þeirra löndum. Er þetta rétt eða er ég að misskilja eitthvað?
Ég hélt í fáfræði minni að þegar aðildarríki JAA hafi hlotið samþykki JAA til útgáfu þessarra réttinda bæri þeim að viðurkenna sömu réttindi frá öðrum aðildarríkjum JAA. Ég taldi nokkuð víst að með því að læra samkvæmt JAR-FCL hjá þar til viðurkenndum flugskóla og taka og standast próf hjá flugmálastjórn JAA lands þar að lútandi væri trygging þess að starfsréttindin yrðu sjálfkrafa viðurkennd í öðrum JAA löndum.
Þetta er einmitt hugmyndin á bakvið aðild að JAA og samhæfingu þjálfunar flugmanna og annarra sem starfa við flug. Á ekki það sama við um flugmenn, hvort sem þeir fljúga þyrlum eða flugvélum að því gefnu að þeir séu handhafar JAA flugmannsskírteina?
Er einhver hér sem veit hvernig þessum er málum háttað?
Hvað með réttindi flugvélaflugmanna sem hafa JAA CPL(A) og allar hinar skammstafanirnar? Eru þau réttindi viðurkennd á milli JAA landa án vandkvæða?
Hefur einhver ykkar hér á Hugi.is gengið í gegnum það að fá réttindi sín viðurkennd í öðru aðildarríki JAA?
Hvernig hefur það gengið fyrir sig? Án vandkvæða eða…?
Ég bið þá sem til þekkja að tjá sig um málið.
Lifið heil,
Helico.