
Ég var að velta því fyrir mér, þar sem Oshkosh tókst svona svakalega vel, hvort ekki væri grundvöllur fyrir því að fljúga til Kitty Hawk á næsta ári? Þann 17. des. 1903 flugu Orville og Wilbur Wright fyrstu vélknúnu flugvélinni og það eru því 100 ár síðan, á næsta ári. Væri ekki viðeigandi að skreppa þangað? Ég skora á Fyrsta flugs félagið að standa nú virkilega undir nafni bókstaflega og skipuleggja nú þegar og taka við bókunum í ferð til “okkar Mecca”. Geri fastlega ráð fyrir að það verði Atlanta vél sem fer með okkur ef af verður. ;-) Hvers vegna ætli það sé?