Til þeirra sem skrifa inn á þetta áhugamál
Við stjórnendurnir viljum nú bara minna fólk á, svona til öryggis, að vanda sig við greinargerð í hvívetna. Hafið greinar ekki of stuttar, né morandi í stafsetningar- og innsláttarvillum(ef þið eruð lesblind biðjið þá einhvern annan um að lesa yfir greinina sé það hægt eða nota www.puki.is) og sendið einungis inn ykkar eigin greinar. Ef þið vitnið í einhvern annan texta, getið þá heimilda. Ef þið ætlið að auglýsa eithvað, sendið það þá á korka.
Endilega komið svo með sem flestar greinar, korka og bara svör við hinu og þessu, og hjálpumst að við að halda þessu áhugamáli á réttu róli!
Varðandi kannanir
Ef þú ert með hugmyndir af 100 könnunum sem þig langar til að senda inn á hugi.is/flug, skráðu þær þá á blað og veldu þá bestu, sendu hana inn og bíddu þangaðtil hún hefur verið samþykkt, sendu þá jafnvel inn aðra könnun (þá næstbestu úr listanum). Ekki senda inn margar kannanir í einu.
Það er oftast um 2 mánaða bið í að könnun komist inn eftir að hún hefur verið samþykkt, og það eru margar kannanir sendar inn dag hvern, því þarf að eyða mjög mörgum könnunum, ekki taka því persónulega ef könnuninni þinni er eytt.