Hvar liggja mörk sektar og sýknar fyrirsvarsmanna fyrirtækja? (4 álit)
Ferdinand Porsche og Hitler. Porsche studdi Hitler og flokk hans í stríðinu. VW bjallann var t.d hönnun Porsce og þó sá hönnuður væri einstaklega óhenntugur til að hanna stríðsvélar þá var hann í uppáhaldi hjá Hitler til endans. Stutt er á milli viðskipta og pólitíkusanna! Í lok stríðsins voru margir foringjar í her og stjórnkerfi nasistaflokksins dæmdir í Nurenberg en Krupps-veldið, Siemens, VW, Porsche, BMW o.sv.fr. látnir sleppa þrátt fyrir að sækja átti fyrirsvarsmenn fyrirtækjanna til sakar og fyrirtækin sjálf fyrir að nota þræla-vinnuafl og taka þátt í alþjóðaglæpum nasista með samvinnu og þáttöku þeirra í flokknum sjálfum og í fjármögnun hans, auk þess sem þeir höfðu greitt fyrir flutninga gyðinga í útrýmingarbúðirnar og þvi verið grandvísir um helförina. Ástæðan fyrir því að mennirnir að baki Hitler, fyrirsvarsmenn aðal- framleiðslufyrirtækja þýskalands voru ekki leiddi fyrir rétt í Nurenberg var sú að vestur-þýskaland þyrfti að jafna sig og geta verið austur-þjóðverjum raunverluleg “þýsk” ógn með hjálp gömlu fyrirtækjanna sem höfðu grætt á tá og fingri á II heimstyrjöldinni! Í stuttu máli þá var hægt að hengja stjórnmálamennina en ekki viðskiptamennina, því þó þeir fyrrnefndu færu þá væri hægt að skipta um fyrirkomulag í stjórn ríkisins en að krifja efnahagslífið er flóknara, sérstaklega þegar um var að ræða stærstu fyrirtæki í heiminum.