Skil alveg hvað þú ert að fara. Engu að síður þarf að fylgja lögmálunum. Ef verðið rýkur upp þegar veltan eykst þá á verðið að ganga til baka þegar veltan hrynur niður hversu sársaukafullt sem það er.
Í þessu tilfelli eru of margir sem sitja í súpunni, hafa keypt íbúðir/hús á uppsprengdu verði sem var fyrir ofan öll velsæmismörk. Nú er komið á daginn að verðgildi íbúðanna/húsanna var stórlega ofmetið og því miður verða margar fjölskyldur, einstaklingar og fyrirtæki sem sitja uppi með fasteignir sem voru ofmetnar. Þar sem svo stór hópur situr í súpunni þá er allt gert til þess að halda verðinu uppi því að enginn vill sjá eignir og innistæður sínar gufa upp. Þar sem verðin eru óeðlilega há og hafa verið þá mun stíflan bresta einn daginn og þá hefjast brunaútsölur.
Hvers vegna? Vegna þess að þetta fylgir nákvæmlega sömu lögmálum og þegar fyrirtæki sem ég vann hjá byrjaði með 100% tölvukaupalán. Nákvæmlega sama atburðarrás átti sér stað og þegar 100% íbúðarlánin hófust (setjið ‘fasteign’ í staðin fyrir ‘tölvur’.
1) Salan stórjókst og tölvur hækkuðu fljótt um 50% og fóru á endanum upp í 80% miða við raungildi.
2) Misjafnt fólk fór að kaupa tölvur, fólk sem hafði ekki efni á því að kaupa tölvur sem leiddi af sér að lánastofnanir fóru að halda að sér höndum.
3) Salan á tölvum hrundi og birgjar sátu uppi með haug af illseljanlegum tölvuvarningi.
4) Stórkostlegar útsölur á tölvum hófust. Tölvur fóru fyrir neðan raunvirði og seldust eins og heitar lummur. Þeir sem nutu góðs af þessum kaupum voru þeir sem voru að kaupa sér tölvur í fyrsta sinn og þeir sem höfðu ekki tekið þátt í geðveikinni sem átti sér stað.
5) Eftir útsölurnar var salan í algöru lágmarki því markaðurinn var mettaður.
6) Jafvægi kemst á.
Þetta ferli tók eitt og hálft ár og gerðist mun fljótar en fasteignageðveikin enda er það kerfi þyngra í vöfum. Fyrstu þrjú skrefin gerðust á u.þ.b. 12 mánuðum og seinni þrjú skrefin gerðust á 6 mánuðum. Ef við yfirfærum þetta á fasteignamarkaðinn þá ætti að vera komið jafnvægi eftir brunaútsölur 2-3 árum frá deginum í dag.
Ég veit að þetta er þunglyndisvaldandi fyrir marga að lesa þetta (bæði vegna lengdar og innihalds) en ég lifi eftir þeirri stefnu í lífinu að reyna að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru… sama hversu slæmir þeir eru.