Fær mann til að gefast upp...
Ég skil ekki hvernig fólk hefur farið að þessu. Að flytja að heiman 16 ára og gengið í skóla. Sjálfur er ég 18 ára, og var neyddur af heiman ný orðinn 17 ára gamall. Mér hefur alltaf fundist gaman í skóla og þessvegna vildi ég ekki hætta í honum, en hvernig er hægt að vera í skóla og leigja? Að leigja ídag er rándýrt ef maður er einn. Ég bý í 20fm herbergi sem ég borga 35þús kr á mánuði fyrir. Síðan er það matur 20þús. Það eru 55þús á mánuði og ég þarf að vinna 4kvöld vikunar og aðra hverja helgi til að skrapa saman 60þús. Ég er með 5000kr í rest til að SKEMMTA mér smá. Ef einhver hefur lent í sömu aðstöðum og ég, endilega láttu mig vita hvernig þú fórst að þessu….er að deyja úr þreytu og stressi..