Flestar fjármálastofnanirnar bjóða upp á þjónustu í að kaupa bréf, ég ráðlegg þér að hringja í kringum þig og athuga hvað kostar á hverjum stað að eiga viðskipti með erlend bréf, Búnaðarbankinn, Kaupþing, Landsbankinn og Íslandsbanki eru til að mynda fyrirtæki sem bjóða upp á alhliðaþjónustu hvað varðar ráðgjöf og kaupa fyrir þig bréfin, en það er mismikil umsýsluþóknun sem fyrirtækin eru að taka, ef þú treystir þér til að kaupa bréfin sjálfur og halda utan um þau geturðu alltaf farið í gegnum netmiðla (þá má til að mynda finna á Nasdaq.com) en ókosturinn er að þú ert ekki með “REAL TIME QUOTES”, (það er alltaf einhver seinkun), það er, hárrétt gengi eins og þú myndir fá frá miðlaraborði fjármálastofnana. Annars er mjög eðlilegt að kostnaðurinn við kaup á erlendum bréfum sé í kringum $50 lágmárk á kaup og um 5-8 cent á hvern hlut er þú kaupir svo það er hagkvæmara að fjárfesta fyrir í það minnsta 300.000 - 500.000 íslenskar krónur í hvert sinn