Skuldabréf eru bara skuldir þess aðila sem þau gefur út, aðallega stórfyrirtækja og ríkisstjórna, sem ganga kaupum og sölum, hækka og lækka í verði samkvæmt lögmálum framboðs og eftirspurnar, eru misörugg (ef útgefandinn fer í gjaldþrot færðu mögulega ekki greitt), og bera mismunandi vexti (meiri áhætta, hærri vextir).
Afleiður eru best þekktar fyrir þátt sinn í hruninu, aðallega í bandaríkjunum, þar sem mjög mikið magn ákveðinnar “tryggingaafleiðu” sem nefnist Credit Default Swap var í umferð, en eigandi slíkrar afleiðu fær greitt ef ákveðið fyrirtæki fer í gjaldþrot, og fyrir afleiðuna borgar hann svonefnt skuldatryggingaálag, sem mikið var í fréttum hér á landi sem erlendis fyrir hrun. Það slæma við þessar afleiður er að kaupandi slíkrar afleiðu þarf ekki að eiga neitt í fyrirtækinu, og getur því veðjað á fall fyrirtækja og hagnast vel ef það gengur eftir, sem þýddi að margir höfðu mikinn hag af falli fyrirtækja og gerðu því allt sem í þeirra valdi stóð til að fella þau. Auk þess þarf sá sem lofar greiðslu fyrir gjaldþrotið ekki að eiga krónu sem tryggingu fyrir borgun, svo þegar hrunið byrjaði átti enginn pening til að borga þessar afleiður og úr varð ákveðið “Domino-effect”. Einnig var mikið verslað með afleiður þar sem undirliggjandi eign var oft mjög vafasöm húsnæðislán, en þau voru síðan bútuð niður og pörtum af þeim raðað saman í afar flóknar stærðfræðilegar afleiður sem flestir sem með þær versluðu skildu ekki einu sinni.
Fjárfestingasjóðir eru síðan bara sjóðir fyrir fjárfesta til að fjárfesta saman í mörgum mismunandi fjárfestingum til að dreifa áhættunni, og þá eru bara keypt hlutdeildarskírteini í tilteknum sjóði sem síðan eru greiddir vextir fyrir í hlutfalli við eign þína í sjóðnum. Oftast sérhæfir hver sjóður sig í tiltekinni tegund af fjárfestingum, sem dæmi fjárfestir BRIC sjóðurinn aðeins í Brasilíu, Rússlandi, Indlandi og Kína, og svo eru til ríkisskuldabréfasjóðir og margt fleira.
Vona að þetta hafi hjálpað eitthvað :D