Í rauninni hefur íslenski seðlabankinn haft miklu meiri tilhneigingu til þess að auka peningamagnið, enda er nú þegar búið að taka tvö núll aftan af íslensku krónunni og SAMT er hún miklu lægri en dollarinn. Í byrjun síðustu aldar var pundið um 20 kr svo þú getur rétt ímyndað þér virðisrýrnun íslensku krónunnar.
En það hvort hefur verið iðnari við það að auka peningamagnið skiptir litlu máli. Það er bara stigsmunur en ekki eðlismunur á starfsemi þessara banka.
En nei, það að bíða þar til krónan fellur um helming og selja gullið þá fyrir 200.000 er ekki að ávaxta því á sama tímabili hafa laun einnig tvöfaldast og almennt verðlag einnig tvöfaldast. Þannig að engin raunávöxtun átti sér stað, þó svo að nafnávöxtun hefði vissulega átt sér stað.
Raun ávöxtun er þegar þú fjárfestir peningunum þínum, að andvirði kílós af gulli, og síðan nokkrum árum síðar seluru fjárfestinguna þína og getur keypt þér tvo kíló af gulli í staðinn.
Þá ertu kominn með raunávöxtun. Gullið gerir ekki neitt, það ávaxtast ekki, það situr bara á rassgatinu og er alveg jafn mikið gull og þegar þú keyptir það.
Ef þú kaupir þér hins vegar jörð, naut og belju þá geturu ávaxtað þær eignir, ræktað landið og látið hjónin eðla sig þannig 10 árum seinna áttu heila nautahjörð.
Það er raunveruleg ávöxtun, sama hvað hefur komið fyrir verðgildi krónunnar á meðan
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig