Við kaupum fræin sem þíðir að peningurinn hverfur ekki hann færist til þess sem átti fræin á undan þér.
ef við lifum á sparifénu þá hverfur peningurinn ekki heldur
hann færist úr þínum höndum yfir á hendur annara.
Þú verður að gera greinarmun annars vegar á verðmætum og hins vegar peningum.
Það sem Björgólfur er að tala um er ekki eiginlegu seðlarnir, eins og þú sagðir þá eru þeir farnir til einhvers annars, heldur eru það eiginlegu verðmætin í samfélaginu… þau minnka.
Óræktuð jörð er ekki jafn mikils virði og ræktuð jörð. Svo ef við eyðum tíma og orku í það að vinna okkur fyrir fræjum og nægu sparifé til þess að lifa af árið sem við ætlum að rækta jörðina en svo kemur uppskerubrestur… þá eru öll verðmætin okkar horfin í stað þess að við ættum nú fleiri tonn af korni.
Þannig glatast verðmæti í samfélaginu þó svo að krónurnar séu ennþá til. Í dag getur fólk ekki borgað af húsunum sínum sem þýðir að bankinn fær ekki skuldirnar sínar til baka, en þar sem eignir bankans eru allar á skuldaformi þá minnka eignir bankans vegna þess að eignir þeirra byggðust eingöngu á því að þeir voru full vissir um að fá pening í framtíðinni.
Þegar fólk gat ekki borgað þennan pening var ljóst að verðmætin voru glötuð, skuldirnar voru einskisvirði og þannig glötuðust verðmætin… þó svo að eiginlegir seðlar hafi kannski farið nokkra hringi um hagkerfið.
Seðlar eru bara verkfæri, ekki eiginleg verðmæti.
Hún hvarf ekki hún færðist úr þínum höndum yfir á hendur annara.
Nei. Þú lítur á lífið sem einhvern zero-sum leik þar sem einn verður að tapa til þess að annar vinni.
Ef ég hegg niður 5 tré og kaupi mér vélsög fyrir þau þá er ég búinn að fá vélsög og sá sem ég keypti hana af hefur fengið 5 tré.
Það er alveg rétt hjá þér að þarna færðust trén bara yfir á hinn aðilann. En ef ég fer nú út í skóg og vélsögin eyðileggst á fyrsta trénu, þá er fjárfestingin mín (vélsögin) ónýt og þar með hafa verðmæti glatast í samfélaginu. Trén 5 sem ég hjó niður eru vissulega enn þá til, en það skiptir engu máli, það sem ég fékk fyrir trén 5 var alls ekki fimm trjáa virði og því eru verðmætin glötuð.
Húsin eru en þá þarna þannig að verðmætin hurfu ekki þau voru vitlaust metin í verði
Já… og þetta falska verð leiddi til offjárfestingar í húsnæði sem leiddi til þess að við tókum mörg hundruð milljarða og eyddum í húsnæði sem var bara nokkurra milljóna virði.
Ef við eyðum mörgum milljörðum í það sem er bara milljóna virði þá hafa verðmæti glatast.
Rétt eins og ef við borgum manni fyrir að moka holu og fylla hana aftur. Maðurinn fær vissulega borgað, en við erum ekki að skapa nein eiginleg verðmæti heldur erum við bara að ganga á fé þess sem er að borga holuna.
Það er það sama og gerðist á Íslandi, við átum upp sparifé og festum það í eignum sem voru alls ekki þess virði. Síðan þegar peningarnir voru búnir þá áttum við ekki akur með fullt af korni til þess að borga til baka né áttum við flott hús sem gat farið upp í skuldina heldur áttum við bara flata eyðimörk sem búið var að grafa upp og fylla í nokkrum sinnum.
Það var skapað hús úr hráefninu og vinnan fór í að skapa þetta hús þannig að þau fóru alls ekki í ekkert.
Jú, ef enginn vill kaupa húsið þá fóru þau í ekkert.
Auðvitað var vinnan og hráefnin raunveruleg, ég er ekki að efast um það, en þau voru verðlaus og sköpuðu ekki nóg afverðmætum til þess að standa undir sér.
Þú hefur heyrt talað um að kaupa lágt og selja hátt. Þú mátt líkja fasteignamarkaðnum á Íslandi við það að kaupa hátt og selja lágt… þ.e. við töpum.
Hér voru byggð hús ofan á hús… en það var í raun aldrei neinn til þess að kaupa þau.