Ókei, ég ætla ekki að þykjast að vita eitthvað um fjármál, pólitík eða neitt af þessu tagi yfir höfuð en er Ísland ekki land sem hefur alltaf treyst á kaupmátt almúgans til að vera jafn farsælt og það var (áður en nokkrir aðilar tóku sig til og fokkuðu því upp)? Og lausn trúðana sem sitja á alþingi er nátturulega að dæla út eins mörgum og fjölbreyttum sköttum og litli heilinn þeirra nær að framkvæma en mun það hjálpa eitthvað? Hærri skattar, minni tekjur, færri viðskipti. Mér sýnist allavega þessir skattar vera ekkert annað en nýr vítahringur og mun koma til þess að sökkva landinu okkar enn dýpra. Erum við ekki núna bara í rauninni að stöðva hjólin meðan við ættum að vera smyrja þau?
Afsaka ef þetta hefur komið áður og fáfræðina í mér.
Let me in, I’ll bury the pain