Hlutabréf er einfaldlega hlutur í fyrirtæki. Ef þú átt eitt hlutabréf í fyrirtæki sem hefur 100 hluti þá átt þú 1% af fyrirtækinu.
Þá færðu að sama skapi 1% af arðinu, og hefur 1% atkvæðisrétt á hluthafafundum sem eru haldnir reglulega.
Skuldabréf er einfaldlega skuldaviðurkenning. Ef þú færð lán í banka þá lætur bankinn þig fá milljón krónur en þú lætur hann fá skuldabréf upp á milljón krónur í staðinn.
Verðbréf eru svo bara bréf sem eru ígildi peninga, þ.e. eru ávísun á einhvers konar verðmæti. Þetta er nokkurs konar yfirflokkur þar sem hlutabréf og skuldabréf eru bæði verðbréf.
Verðbréf:
http://en.wikipedia.org/wiki/Security_(finance)