Númera spurningarnar þínar og reyni að svara þeim í röð.
1. Vegna þess að A-Þýskaland var rekið hörmulega, eins og flest öll stór samfélög sem hafa stefnt að miðstýringu. Miðstýring getur verið fínt kerfi meðal ættbálka og þjóðflokka þar sem fjöldi fer ekki mikið yfir tugi eða hundruði manna.
Vinstri menn koma oft með þau rök að maðurinn sé félagsvera og því þurfi að vera sterkt kerfi sem sér um hans félagslegu þarfir. Ég er sammála því að maðurinn sé félagsvera, en hann er ekki samfélagsvera. Ég myndi líta á muninn á þessu tvennu sem annars vegar hópur þar sem menn þekkja hvern annan persónulega og hins vegar þegar persónuleg tengsl milli manna eru undantekning, líkt og í okkar samfélagi.
2. Hvað kemur það málinu við? Það var ekki lýðræði í Hong Kong, Taiwan og singapore. Þessi ríki voru öll undir nýlendustjórn, en hinn frjálsi markaður sem nýlenduveldin færðu sá til þess að þessir hlutar A-Asíu blómstruðu og skutust á toppinn í almennri velmegun á síðustu öld, miðað við nágrannaríki.
3. Hvað kemur fólksfjöldi málinu við? Við erum nógu stórt samfélag til þess að persónuleg tengsl milli manna eru undantekning frekar en regla.
4. Skiptir það máli þó kerfinu hafi verið komið á með valdi eður ei? Kerfið einfaldlega klikkaði. Eftir að Indland varð fullvalda ríki þá minnkaði framleiðsla á öllum sviðum. Hagvöxtur minnkaði frá því á nýlendutíma Breta.
Það skiptir ekki máli hvort kerfinu sé komið á með valdi eða menn taka við því sjálfviljugir, miðstýring markaðar virkar einfaldlega ekki.
5. einmitt… miðstýring matarframleiðslu. Sama og þú ert að tala um
6. Það er mjög fátt líkt með Íslandi og A-þyskalandi núna, já, en ekki eftir að þessu kerfi væri komið á.
Af hverju í andskotanum ætti einhver tölva að ráða því hvort ég sé hæfur til þess að kjósa? Eða einhver háskólaprófessor?
ekki séns að ég láti einhvern bókmenntafræðing í háskólanum segja mér hvort ég megi kjósa. Það er nóg af hálfvitum í samfélaginu, háskólanum sem og annars staðar.
Já, mér finnst það frelsisskerðing að fólk megi ekki setja þau efni sem það vill inn í sinn eigin líkama. Einnig finnst mér það hræsni að leyfa áfengi á meðan kannabis er bannað. Það er ekkert annað en meirihlutinn að kúga minnihlutann… lýðræði eins og það gerist verst… þegar lýðræðið sýnir sitt afskræmda, ljóta andlit.
Og ef ég vil selja kynferðislega þjónustu þá er það mitt mál. Ég þarf ekki að gera það, það neyðir mig enginn til þess, svo ef ég tek sjálfur meðvitaða ákvörðun um það að selja kynferðislega þjónustu þá ætti það alfarið að vera mitt mál, ekki fólks úti í bæ sem ég þekki ekki neitt, þekkir mig ekki neitt en heldur samt að það viti betur en ég hvað ég vilji í mínu lífi.
Ég er ekki að tala í neina hringi, það er bara einfaldlega ekki hægt að miðstýramarkaðnum án þess að hagkvæmni hans skerðist verulega.
Hús og matur verður aldrei frír. Þú ert að skálda hluti sem þú ætlast til þess að séu mögulegir og spyrð mig síðan af hverju þeir virki ekki. Sýnd þú fyrst fram á að þeir virki!
Það þarf alltaf einhver að rækta matinn, það þarf alltaf einhver að byggja húsin og það þarf alltaf einhver að teikna myndina á frímerkin og það er enginn tilbúinn í að gera þetta nema hann fái eitthvað í staðinn.
Okkar kerfi var ekkert fundið upp fyrir 3000 árum.
Þú ert að reikna með hlutum sem einfaldlega eru ekki raunverulegir.
Myndband sem kemur málinu takmarkað við en er fínt til þess að öðlast skilning á pólitískri umræðu:
http://www.youtube.com/watch?v=dJqSsrFDiSA&feature=channel_pagehttp://www.youtube.com/watch?v=XMYicq_SN1E&feature=channel_page (ef hinn virkaði ekki)
Þú tekur kannski eftir því að sá sem gerir myndböndin hefur greinilega afstöðu í málinu, en það breytir þó ekki réttmæti þess sem hann segir um eðli pólitíku