Þú verður að gera þér grein fyrir því að sumt af þessum peningum sem þeir láta í svona lagað skila sér aftur í þjóðarbúið. Tökum t.d. styrkin sem þeir gefa Keikó: Þar vinnur fólk við það að hugsa um dýrið, ríkið fær 40% af þeirra launum og 20% af þeim peningum sem það eyðir svo hér (af þessum 60% sem þeir frá útborgað). Því má eiginlega segja að það borgi sig fyrir ríkið að setja styrki á hina og þessa staðina til þess að halda lífi í þeim þar sem þetta er að færa þeim svo miklar tekjur. Hvað varðar heilbrigðiskerfið að þá er eins og ríkisstjórnin átti sig ekki á því að það er ódýrara að vera heilbrigð þjóð en sjúk þjóð. Ég sagði það einhverntíman að ég væri alveg til í að borga svona háa skatta af því að ég fengi t.d. alla heilbrigðisþjónustu fría. Nú er svo komið að ég fæ ekkert frítt lengur. Ég borga e.t.v. ekki full verð fyrir þjónustuna, en ég þarf að borga og borga samt ENN 40% skatta. Hvað hefur breyst? Ég er að vísu sammála þér með þessar 15 milljónir og handboltan - ég kæri mig ekkert að vita um það að mínir peningar eru að fara í svona óþarfa!
Kveðja,
deTrix