Það að kenna einkaaðilum um allt saman og segja davíð ekki hafa gert neitt af sér finnst mér nú bara alger rökleysa.
Ég hef hvorki heyrt né séð neinar sannanir þess efnis að einkaaðilar hafi gert nokkuð ólöglegt. Auðvitað er enginn vafi á því að þeir tóku of miklar áhættur með lántökum og fleiru, og margt var illa gert, en þegar allt kemur til alls er ekki hægt að kenna fólki um sem hefur ekki gert neitt af sér, jafnvel þó það hafi valdið skaða.
Einkaaðilar geta ekki borið ábyrgð á efnahagsástandi Íslands og þeim afleiðingum sem aðgerðir þeirra hafa á það, það eru eftirlitstofnanir ríkisins og í gegnum þær ríkisvaldið sjálft sem ber ábyrgð á því að setja viðeigandi reglur sem sjá til þess að einkaaðilar geti ekki lagt efnahag landsins í rúst með þeim hætti sem þeir hafa gert það á síðustu árum.
Ef það kemur í ljós að einkaaðilar brutu einhver lög og/eða reglugerðir sem leiddu til þess ástands sem nú er komið upp er það að sjálfsögðu þeim að kenna og skulu þeir þá látnir sæta ábyrgð, en það er bara ekki hægt að gefa einhverjum leyfi til að gera eitthvað og dæma þann hinn sama svo fyrir það þegar allt fer á versta veg og í ljós kemur að þetta var ekkert voðalega góð hugmynd.