Ok ég ætla koma með nokkra punkta hérna í stórum stökkum og sjá hvort eitthver er sammála.

Íslenskir bankar gera það gott í Bretlandi og bjóða hæstu vexti, þarlendir bankar einsog Northern Rock eru ekki samkeppnishæfir og lenda í erfiðleikum, bresk stjórnvöld skerast í leikinn.

4 Breskir vogunarsjóðir gerðu sameiginlega atlögu að íslensku bönkunum stuttu eftir nýju kjarasamningana, þegar efnahagskerfið hérlendis er á viðkvæmum tímapunkti.

Vogunarsjóðir stunda það að rakka með skortstöðum og öðrum aðferðum niður það sem þeir vilja kaupa ódýrar seinna.

Hugmyndir eru uppi um að sækja þessa sjóði til saka, Geir fer til Bretlands, en ekkert verður úr því að sækja sjóðina til saka.

Skyndilega er starfsemi vogunarsjóðanna bönnuð í Bretlandi, hugsanlega áður en þeir gátu “cash in” á ástandi íslensku bankanna og eignast hluti á tombóluverði.

Innlendir landráðamenn og evrópusambandssleikjur rakka niður Íslensku krónuna og gera illt ástand verra, sjálfsagt i von um þægileg störf hjá skrifræðinu í Brussel e.t.v. í skiptum fyrir að Breskir og annarra Evrópuþjóða togarar fái að plægja Íslensk fiskimið skv ofveiðistefnu Evrópusambandsins.

Það er kerfisbundið verið að gera Ísland að efnahagslegum blóraböggli, rétti tíminn til sjálfsskoðunar er ekki undir erlendum stórskotahrinum, hmm kannski við ættum að færa landhelgina útí 500 mílur og ögrum helvítunum, nei það er reyndar jók ;)en er þetta kannski nýtt dulbúið þorskastríð hver á þorskinn okkar eftir 10ár.. Evrópusambandið?
...