Ef þú týnir epli þá ert þú reyndar búinn að missa epli, en ef þú tÍnir epli þá já, græðirðu epli. Hinsvegar er eplið þá farið þaðan sem það var, þannig að ég get ekki farið og tínt það lengur, þannig séð er ég búinn að missa epli því ég hefði tínt það ef þú hefðir ekki gert það.
Ef þú átt spýtur og byggir úr þeim stól, þá ertu auðvitað bara með sömu spýturnar, nema hvað að nú geturðu setið í þeim sem stól. Augljóslega eykst verðgildi spýtnanna við það að þú býrð til stól úr þeim, en að sama skapi eyðirðu ákveðnum tíma/vinnu í að smíða stólinn sem einnig geta talist verðmæti þar sem þú hefðir t.d. getað verið að fá borgað fyrir vinnu, þannig að þú kemur út á núlli og græðir ekki neitt.
Síðan skiptum við eins og þú segir og þá fæ ég stólinn, sem er meira virði en spýturnar, en í staðinn borga ég á milli með þessu “aukalega” svo að ég kem út á núlli (mér finnst ég vera að græða því ég vil frekar eiga stólinn en spýturnar + þetta “aukalega”, en verðgildið er það sama).
Síðan smíðar þú þér annan stól úr nýju spýtunum þínum og ert búinn að græða þetta “aukalega”, en þarft hinsvegar að eyða tíma/vinnu í að smíða annan stól svo aftur kemurðu út á núlli.
Til þess að skilja þetta betur verður maður eiginlega að líta á mannsævi sem verðmæti sem maður síðan leigir út þegar maður vinnur fyrir einhvern, þannig að þegar þú býrð til verðmæti ertu í rauninni ekki að búa þau til, heldur aðeins breyta verðmætum í formi tíma/vinnu í jafn mikil verðmæti í einhverju öðru formi.
En þetta er auðvitað bara eitt sjónarhorn og ég skil vel þitt sjónarhorn sem er ekkert rangara en mitt þannig séð… mér finnst bara oft þæginlegt að skoða hlutina svona því það getur hjálpað manni að skilja eðli viðskipta.
Annars er þetta allt bara spurning um hvernig þú kýst að horfa á hlutina :)
Auðvitað er þetta svona. En það er einmitt eitt sem þú sagðir sem var mjög mikilvægt. Hvernig hver og einn horfir á þetta.
Þú myndir ekki skipta á fullt af spýtum fyrir einn stól, meira að segja 4 sinnum fleiri spýtur en tekur að gera stól úr, nema þú litir svo á að einn stóll sé meira en 4 sinnum verðmætari en spýtur.
Hvers vegna, vegna þess að þú kannt ekki, eða hefur ekki aðstöðuna til þess að búa til stól.
Hins vegar, smiðurinn, sem býr til stólinn, sér miklu meira verðmæti í 4 skömmtum af spýtum heldur en einum stól, því úr þeim getur hann gert 4 stóla í viðbót og notað þá til að skipta fyrir eitthvað annað.
Þegar tveir upplýstir einstaklingar taka ákvörðun um viðskipti í frjálsu samfélagi þá græða báðir.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig
0