Ég er byrjaður að spara gott fólk. Ég tek 50.000. kr mánaðarlega og legg inná netreikning með 12.8% vöxtum. Ég álpaðist inná spara.is og fann þar reiknivél sem segir mér það að með þessu framhaldi komi ég til með að eiga 233 milljónir eftir 10 ár. Ég á hinsvegar ansi mikið bágt með að trúa því.
Er ég í tómu rugli eða?
Hér eru forsendurnar sem ég notaði:
Höfuðstóll 700.000kr
vextir 12.8%
Sparnaðartími 120 mánuðir
fastar greiðslur 50þús per mán.