Það var hringt í mig áðan frá KB-banka en þeir eru víst að kynna fyrir okkur unga fólkinu réttindi okka samkvæmt kjarasamningum. En þessi maður sagði mér að ég ætti víst rétt á því að fá 2%borgað af heildarlaunum mínum frá fyrirtækninu sem ég vinn hjá(minnir það) og ætti það að fara á e-h sér bankabók sem ég ætti. Og gæti síðan notað seinna. En ef ég t.d. myndi lenda í slysi að þá myndi ég fá þetta strax borgað.

En fyrirtækin eru víst ekkert að borga manni þetta og hirða þetta sjálf.

En þetta átti víst að fylgja bara skattkortinu manns en það varð aldrei neitt úr þessu og blablabla. Þetta stendur víst í kjarasamningum.

Síðan er þessi maður að koma á mrg kl.16 og hjálpa manni að sækja um þetta, þeir þurfa víst undirskriftina hjá manni.

En hvað um það. Ég sagði mömmu og pabba frá þessu, En þá varð pabbi eitthvað skrítinn á svipinn og spurði hvort að það væri nokkuð að vera svindla á mér.

Þannig að ég fór á netið að leita að þessu, en ég finn þetta ekki. Hef ekki hugm í hvaða Kjarasamningum þetta er.


Þannig að ég spyr ykkur, kannist þið við þetta, vitið þið hvað hægt er að sjá uppl. um þetta.


Langar nefnilega að vera með eitthvað í höndunum á mrg. Ef svo skildi vera að það sé verið að reyna að svindla á manni. Og eitthvað.



Með fyrirfram þökk.
Stupid ;)
-