Getur einhver snillingur reiknað eftirfarandi dæmi?
Þú átt kost á að kaupa hlutabréf sem gefur af sér 400 kr. í arð á hverju ári um aldur og ævi. Ef ávöxtunarkrafa þín er 12%, hve hátt verð getur þú sætt þig við að greiða fyrir bréfin?
og
Þú ert að hugsa um að kaupa þér nýjan bíl. Bíllinn kostar 2,5 milljónir króna. Þér býðst bílalán fyrir 100% af kaupverðinu með 9% raunvöxtum og árlegri 5,5% verðbólgu. Lánstíminn er 60 mánuðir og greiðslugjald er 350 kr. Hvað verðurðu búinn að borga fyrir bíllinn þegar upp er staðið?
Ég skil ekki fyrra dæmið og er í smá vandræðum með það seinna.. Er ekki búið að taka tillit til verðbólgu þegar talað er um raunvexti?