jákvætt við að taka upp evruna: hún er stöðugri. ´ég er sjálfur frekar hræddur um að krónan gæti allt í einu farið að lækka slatta en miklu minni líkur að það gerist fyrir evruna.
neikvætt: fyrirtæku myndu nýta sér myndbreytinguna til að hækka verð svo verðbólgan myndi hækka. engin peningabréf með 15% ávöxtum (eða hvað?)
veit ekki fleiri ástæður
niðurstaða… hallast aðeins meira að því að taka evruna upp
Mest af viðskiptum Íslands (70%) er við Evrulönd og því eðlilegt og hagkvæmt að hafa evru til að í þeim viðskiptum og eyða þannig gengissveiflum.
Einnig skiptir máli vaxtastig enda mun betri kostur að hafa lán í evrum en þessi verðtryggðu krónulán. Það er hægt að taka erlend lán en með þeim fylgja jú gengissveiflur sem þyrfti að losna við, þar sem laun eru greidd í krónum.
Seðlabankinn hefur auk þess málað sig út í horn með vaxtastefnu sinni og með fjölda krónubréfa upp á einhverja 500 milljarða þýðir að ef bankinn ætlar að lækka vexti sína myndum við fá þessi bréf í hausinn og krónan falla. Annars þurfum við hvort sem er að greiða þeim okurvexti. Svo þetta er vonlaus staða.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..