Málið er að ég fór í mjög dýra 5 mánaða langa utanlandsferð síðasta vetur sem fór ekki alveg eins og átti að fara, fjárhagslega séð. Vil ekki þreyta ykkur með því að segja nánar frá því…
En núna er ég með skuldabréf, lán til 5 ára plús það að ég skulda mömmu og pabba pening. En ég er í góðri aðstöðu til að borga þetta til baka, er í fullri vinnu og mun vera það næsta árið að minnsta kosti.

En ég var að spá í sparnaði. Hvort það sé sniðugt að spara þegar ég skulda svona… Þó það sé ekki nema nokkrir þúsundkallar á mánuði. Er að spá í þessum þrískipta sparnaði hjá Glitni.

En finnst ykkur að ég ætti að bíða með sparnaðinn og flýta mér að borga skuldirnar eða leggja smá fyrir á mánuði?

Og gerið það, engin skítköst :) Væri gott að fá álit ykkar…

Kveðja

NoAngel
Ég finn til, þess vegna er ég