Þú gætir keypt dollara og þannig e.t.v náð c.a 25% prósent ávöxtun m.v. að gengi krónunnar veikist það mikið gagnvart dollara. Hvenær og hvort það gerist veit hinsvegar enginn.
Því ekki að notfæra sér ofurvextina sem eru núna hérna á Íslandi og leggja peninginn einfaldlega inná sparnaðarreikning sem gefur 12.5% til 14% vexti og er algjörlega áhættulaus? Þú myndir leysa út hagnað strax um áramótin, í staðinn fyrir að henda þessu í dollara og bíða svo og bíða, guð veit hversu lengi, þangað til að krónan hefur veikst eitthvað að ráði :)
Dæmi um þannig reikning er t.d Vaxtarreikningur hjá Landsbankanum.
Um að gera að reyna að græða sjálfur á þessum ofurvöxtum, en ekki bara láta bankana vera eina um það :)