Þegar þú ert orðin eldri þá áttu eftir að gera þér grein fyrir ýmsu í sambandi við fjármál, bæði einstaklingsins og vonandi ríkissins. Ef þú hefur áhuga á fjármálum hvet ég þig til að taka eins mikla hagfræði og þú getur í menntaskóla, og einhverja ef þú getur í háskóla.
Þá áttu eftir að gera þér grein fyrir því að ef þú vilt lifa í samfélagi þar sem meðal fjölskyldan getur keypt sér tvo bíla, DvD tæki, sjónvörp og utanlandsferðir þá verður að vera misskipting í samfélaginu.
Í samfélaginu okkar verður ekki fátæka fólkið fátækara nema að það geri sjálft í því að verða fátækara. Það sem þú ert að tala um, er að bilið milli ríkra og fátæka sem eykst.
Því ríkara sem ríka fólkið verður, því meiri pening fær ríkis- skatttekjur. Þessi peningur byggir upp samfélagið sem þú býrð í.
Því ríkari sem ríka fólkið verður því fleiri störf skapast í samfélaginu. Þetta ríka fólk stækkar við sig og fyrirtækin sín og því fylgir enn meiri peningur til ríkissins og þegna þess.
Svona er hægt halda áfram í langan tíma…
Þannig að þú sérð, þegar ríkt fólk verður ríkara verða allir ríkari. Kakan stækkar, Skiptingin verður kannski ögn ójafnari, en samt sem áður stækkar hún og kökubiti fátæka fólksins er stærri.
Ekki festa þig í þessum hugsjónaheimi vinstri mannsins, ég var eitt sinn þannig líka. Eina leiðin til þess að allir verði jafnir er að gera alla jafn fátæka.