Ég er með viðbótarlífeyrissparnað og finnst það mjög sniðug hugmynd, þú ert í raun að gefa sjálfum/sjálfri þér launahækkun því þú færð 2% mótframlag frá vinnuveitandanum, fyrir utan það hvað þetta er mikið öryggisnet að eiga í bakhöndinni ef eitthvað kemur upp á því þú getur tekið þetta út fyrir 60 ára aldur ef þú verður öryrki eða eitthvað svoleiðis.. alla vega hjá mínum lífeyrissjóð.
Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að þessi sparnaður sem Kaupþing er að bjóða t.d. í Kringlunni og útum allt, þetta svokallaða Vista sem þeir eru að selja sem harðast er ekkert nema svik og prettir.. þessir sölumenn eru flestir ef ekki allir alls ekki að segja manni neikvæðu hliðarnar, að maður er að missa fyrstu 6 mánuðina af innborgunum bara í sölulaunin hans, og þetta eru langdýrmætustu innborganirnar því þær ávaxtast lengst.
Fyrir utan þetta er Kaupþing með hæsta árlega kostnaðinn af bönkunum hér þannig að ég mæli eindregið gegn því að þið fáið ykkur lífeyrissparnað hjá þeim. Farið frekar eitthvað annað.
Það er samt mjög fyndið ef maður veit eitthvað um þetta að spurja þessa sölumenn útí þetta, því ég hef lent í því oftar en einu sinni að vita miklu meira hvað þeir eru að selja heldur en þeir sjálfir.