Eini maðurinn sem er tengdur við þetta er CEO, Mr Jacinto Wong sem ég fæ takmarkaðar upplýsingar um á netinu.
Þeir eru skráðir í Belize á Bahamas, þar sem eru lágir skattar sem er að ekki neitt svaka traustvekjandi.
Líka þá segja þeir ekki neitt um hvernig þeir ætla að gera þetta á heimasíðunni.
Ef þetta er svona sniðugt, af hverju eru þá bankar þá ekki í þessu?
Samkvæmt mínum skilningi er maður fastur í þessum fyrirtækjum þangað til þau mæta á opinberan markað, sem getur ekki verið gott, og getur ekki selt neitt utan þess hóps, svo markaðurinn fyrir hvern hlut er ekki skilvirkur, af því að einu mennirnir sem þú getur selt eru nú þegar hluthafar, og þegar einhver myndi yfirgefa sökkvandi skip verður svo mikil keðjuverkun að það myndi crasha.
Fyrirtækin sem er fjárfest í eru ekki á opinberum markaði, sem þýðir að maður getur ekki krafið þau um ákveðnar upplýsingar svo að allar þær upplýsingar sem fást eru frá þessum aðilum.
Gætu þess vegna stofnað sitt eigið fyrirtæki, dælt í þá peningum og hagrætt í bókhaldi og allar tölur líta vel út. Kaupa í fyrirtækinu…dæla peningum út…fyrirtækið fer á hausinn…þess vegna fer það ekki á opinberan markað…-> samt löglegt.
En þetta er bara eitthvað brainstorm um það sem mér finnst um þetta.
Hvað var annars sagt í umfjöllun 365?