Ég er fátækur námsmaður af landsbyggðinni(Akureyri) og er að athuga hvort ég eigi einhverja raunhæfa möguleika á að flytja í borgina. Ég er að reyna að taka saman allan kostnað við það að… tjah… lifa?
og væri vel þegið að fá nokkur ráð frá reyndari mönnum.

Ég er að reyna að finna út semsagt allan kostnað við það að búa í reykjavík, fyrir utan leigu.

Hvað þarf ég í mat á mánuði?
Hvað kostar tannkrem og hvað endist það lengi?
Eru einhver almenningsþvottahús á íslandi?
Vitið þið um einhverja uppskriftabók sem er bara með uppskriftum sem þarfnast aðeins hraðsuðuketils við að elda?
Strætó versus hjól?