sko, ég er meistari í þessu. hef nokkrum sinnum flutt frá foreldrunum og það 2x í bæinn.
Í fyrraskiptið var það mjög ódýrt… átti frænku sem ég bjó hjá. Hjálpaði henni á heimilinu og svaf þar og át… Svo átti ég kærasta sem borgaði allt fyrir mig (ekki það að ég vildi það, hann bara gerði það) þannig sá tími var ódýr…
Í seinna skiptið fór ég í leiguhúsnæði. Flutti þar fyrir ári síðan með vinkonu minni. Mjög lítil íbúð en krúttleg þó… við borguðum 60 þús á mánuði (30 og 30) Það þykir vel sloppið! Leiguverð á íslandi (sérstaklega í höfuðborginni) er RUGL! ekkert annað!
Ef þú ert að fara leigja í bænum og vera í skóla, þá guð hjálpi þér nema þú fæddist með gullskeið í munninum :) Kanski svolítið ýkt hjá mér.
Við vinkonurnar vorum að vinna yfir sumarið í verslunum. Man ekki alveg hvað ég var að fá útborgað en þetta var oft um svona 120 þúsund.
Leiga: 30 þúsund
Matur: já svona 30 þúsund líka
Skemmtanir: já, fór reyndar oft í bíó og í leikhús
Strætó, fór ágætur peningur í það.
Þetta er alls ekkert grín að búa í reykjavík, mjög dýrt.
Ég fór í skóla um haustið, og það var erfitt. Var kanski að fá svona 50-60 þúsund útborgað. og þurfti að fá hjálp frá foreldrum mínum. Sem ég gat ekkert alltaf.
Ef þú ert að fara leigja íbúð (getur alltaf leigt herbergi) þá mundi e´g fá þér meðleigjanda, ath einhvern vin þinn sem þú getur hugsað þer að búa með. Það hjálpar mikið. Bæði ef þér leiðist að búa einn og líka peningalega séð.
Ég veit ekki til þess að það séu einhver almenningsþvottahús i Reykjavík.
Tannkrem… þau kosta skít og kanil.. einhverja 2-3 hundraðkalla eða eitthvað og dugar, það fer nú eftir hvort þú tannburstir þig 2x á dag eða eitthvað hehe…
Hérna eru uppskriftir
Mundi nú hjóla það sem þú getur, annars er strætó alveg ágætur. Getur keypt miða og kort, það er hagstætt, en mjöög dýrt ef þú ert að fara borga í hverja ferð.
Eitthvað fleira?
wow þetta er langt svar hjá mér!! hehe