Ég sagði um daginn að umræðan hér væri heimskuleg. Könnunin sem er á síðunni núna er ágæt dæmi um það.
Spurningin er hvort lækka eigi vexti og væntanlega verið að vísa til vaxtalækkana Seðlabankans sem mikið hefur verið óskað eftir á vígvelli atvinnulífsins. Valkostirnir eru 5-10%, 1-5%, Nei og skil ekki spurninguna.
Ég held að sá sem samdi spurninguna hafi merkt við síðasta möguleikann.
Vaxtalækkunin í síðustu viku var 80 punktar eða undir einu prósentustigi. Vaxtamunurinn milli Íslands og helstu viðskiptalandi var þá á bilinu 8,5-10% og því alveg gjörsamlega fáránlegt að gefa þessa valkosti sem gefur voru. Eðlilegra hefði verið að gefa valkosti eins og 50pkt, 80 pkt 150pkt og svo ég skil ekki.
Líklega hefðu flestir valið síðasta valkostinn.