KB banki sagði þetta fyrir viku:
http://www.kaupthing.is/Default.aspx?PageId=874&NewsID=11359

01.03.2007
Lánshlutfall Íbúðalánasjóðs hækkar í 90%

..
Of snemmt?
Að mati Greiningardeildar eru aðgerðir sem þessar nokkuð varasamar á meðan enn má greina þenslumerki í hagkerfinu.
..
Svo virðist sem að enn einu sinni megi greina skort á samhæfingu milli peningamála- og fjármálastefnu, en á meðan Seðlabankinn telur ennþá þörf fyrir mikið aðhald í efnahagsmálum virðist sem ríkisvaldið telji óhætt að slaka á beislinu

Nú, viku síðar:
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item146447/
Kaupþing býður 100% íbúðalán á ný
Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, segir lánin hugsuð til að létta undir með ungu fólki og óttast ekki að þetta auki þenslu.


Jájá. Þenslan hvarf á einni viku bara!

Lán ÍLS sem eru með 18 milljón kr. þaki og eru því ekki “90%” nema fyrir íbúðir á landsbyggðinni. Þessi 90% miðast jafnframt við brunabótamat + lóðamat.
Á höfuðborgasvæðinu hefur ákvörðun ÍLS því hverfandi áhrif enda verð eignar yfirleitt talsvert yfir þeim mörkum.

En svo kemur KB með þessa þvílíku overkill lán.
Lánsfjárhæð KB er 100% af verði eignar, ólíkt því sem ÍLS er með eins og fyrr sagði.
Svo segja þeir að þau lán valdi ekki þenslu? Eru þetta þá svona “öðruvísi lán” ? :D

Það er ekki alveg í lagi með þetta lið.
En þeir reyna eins og þeir geta að halda lofti í húsnæðisblöðrunni. Núna er ráðið að koma út sem mestu af 100% lánum í unga kaupendur svo þeir “hafi efni á” að kaupa rándýrar smáíbúðir. Þvílíkur bjarnargreiði!