Það er ekki málið ef þú býrð þar, bara labbar þig inn í næsta banka og segist vilja stofna reikning. Hins vegar veit ég ekki hvort það er jafn auðvelt ef þú býrð þar ekki. Þeir halda kannski að þú ætlir að nota það til að svindla eitthvað.
Þú getur séð lista yfir banka í Bandaríkjunum á
http://www.internationalist.com/SERVICE/BANKS/UnitedStates.html og svo er bara að skoða nokkra banka og kannski senda þeim email og spyrja hvort þú getir opnað reikning og ef ekki þá hvaða banki sé líklegastur til að leyfa þér það. Þú getur líka ef þú þekkir einhvern í Bandaríkjunum fengið að nota þeirra heimilisfang en spurning hvort þú þarft ekki Bandaríska kennitölu líka.
Upplýsingar til að sækja um kennitölu eru á
http://www.foreignborn.com/self-help/social_sec/4how_do_i_apply.htm