Sturla er náttúrulega að verja sína yfirlýstu afstöðu og þær yfirlýsingar sem hann hafði frammi fyrir útboðið. Það er ekkert mál að réttlæta ófagleg vinnubrögð með því að segja nógu oft að “vel hafi verið staðið að málum” og kenna síðan fjárfestum um “áhugaleysi”. Áhugaleysið á sér einhverjar rætur Sturla.
Burtséð frá verðmati og annari framkvæmd, þá var þetta útboð hreinlega fáránlega tímasett og nokkur örvæntingarbragur yfir því af hálfu ríkisstjórnarinnar. Markaðir eru í lágmarki og fjárfestar eru flestir að halda að sér höndum í dag, sama hvort það sé bara hérlendis eða erlendis. Einnig hefði nú verið álitlegra að fjárfestar vissu hver kjölfestufjárfestir yrði, svo að menn gætu lagt sjálfstætt mat á verðmæti fyrirtækisins með tilliti til þess hver ætti að stýra því !!!
Mér fannst þetta bara hreint og beint “klúður” og þá er ég nú nokkuð harðfylginn sjálfstæðismaður. Algjört rugl.