Það fer væntanlega skv. samningum verkalýðsfélags við vinnuveitandann eða samningi vinnuveitanda við starfsfólk, hvað sem þú skrifaðir uppá þegar þú varst ráðinn. Sumir borga fyrsta hvers mánaðar og sumir hafa ákvæði að þú fáir útborgað síðasta virka dag mánaðar ef 1. er helgidagur. Sumir fá útborgað einhverja aðra daga.
Ég fæ útborgað annan hvern föstudag og vinnuveitandinn leggur inn aðfararnótt föstudags, samt ekki á miðnætti vegna þess að þá myndu sumir fara á barinn og ekki mæta á föstudeginum :)